NTC

15 ráð til að vera umhverfisvænni

untitled

Hildur og Rakel reka heimasíðuna Svona Blogg

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir og Rakel Guðmundsdóttir halda úti bloggsíðu þar sem þær skrifa skoðanir sínar og hugmyndir sem gætu vakið áhuga annarra. Þar einblína þær á sjálfbærni, nýtingu og umhverfið en listinn sem þær birtu á dögunum snýr einmitt að umhverfinu. Listinn ber heitið: 15 (eco) life hacks.

Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið hversu illa við förum með jörðina okkar og hvað það sé eiginlega hægt að gera betur. Margir halda að það sé lítið hægt að gera sem einstaklingur og að einhverjar róttækar breytingar þurfi að eiga sér stað í samfélaginu, og raun í heiminum öllum.
Þessi listi er þó svarið við þeirri rökvillu að maður geti lítið gert sem einstaklingur því að í raun er hellingur sem þú gætir gert. Á listanum eru einföld og hagnýt ráð sem auðvelt er að framkvæma, t.d:

,,Settu gallabuxurnar í frysti í staðinn fyrir að þvo þær alltaf. Það drepur bakteríur, lykt fer og aflitar ekki buxurnar eins og gerist oft við þvott. Virkar líka vel á pleðurjakka og kápur.“

,,Hlutirnir þurfa ekki að vera 100% hreinir til að hægt sé að flokka þá. Það skiptir ekki öllu máli þótt að það séu örlitlar matarleyfar eftir í ílátinu. Til dæmis þó það sé oggu ponku kaffi í pappamálinu, það er betra að flokka heldur en að henda í almenna ruslið!“

Listann má sjá í heild sinni inn á heimasíðu stelpnanna hér og hvetjum við alla til þess að lesa og reyna að taka þessi litlu skref í átt að betri heim.

Sambíó

UMMÆLI