NTC

15 mikilvæg öpp fyrir Akureyringa. Kveðja, Krasstófer og Ormur

15 mikilvæg öpp fyrir Akureyringa. Kveðja, Krasstófer og Ormur

1. Parka/Easypark

Horfnir eru dagar stöðumælanna, a.m.k. á Akureyri, og nú þarf app til þess leggja bílnum niðrí bæ. Þægilegt, myndu sumir segja en pappaklukkurnar voru fríar og hugverk nútíma Da Vinci. En hvað er betra en eitt app? Jú, tvö öpp en Easypark er einnig í boði til þess greiða fyrir bílastæði.

2. Greifinn

Klassískt pítsuapp en einnig er hægt að panta annan mat í gegnum það. Þarna er ekki verið að finna upp hjólið.

3. KEA

Gamla fólkið elskar KEA kortið en hvernig er hægt að ná til unga fólksins og fá það til þess að nýta sér afslætti kortsins? Með appi.

4. Snjómokstur Akureyrar

Pantaðu snjómokstur í götunni þinni í gegnum appið. Athugið að ef mikil bið er getur verið betra að hringja en þá tekur spjallmenni við símtali þínu á meðan beðið er eftir næsta lausa þjónustufulltrúa. Spjallmennið getur sagt þér ýmsar skemmtilegar og áhugaverðar staðreyndir um Akureyri á meðan þú bíður en biðin getur oft verið löng, en þess vegna mælum við með notkun appsins þar sem biðin er örlítið styttri.

5. Vaðlaheiðargöng

Þarftu að skreppa austur? Ekki fara á vefsíðu, sem virkar skrambi vel hreinskilningslega sagt (meira að segja í símanum), niðurhalaðu frekar appi til þess að borga í göngin.

6. Lýsing

Nýtt app þar sem þú getur kveikt á ljósastaurunum innan Akureyrar. GPS þarf að vera í gangi og kveikir á ljósastaurum í 15 metra fjarlægð. Appið er frítt en þó eru nokkrar áskriftaleiðir í boði sem auka þægindi. Fyrir 1590kr á mánuði getur þú gert þína eigin leið á korti og þá haldast ljósastaurarnir lýstir meðan ekið er. Einnig er hægt að bæta við 990kr aukalega til þess að breyta litnum á ljósunum.

7. Útsýnispalla Appið

Er stefumót í kvöld? Á að keyra að útsýnispallinum yfir í Vaðlaheiði og kela í alla nótt? „En það er svo langt að keyra og miðstöðin virkar ekki í bílnum.“ Náðu þá í útsýnispallaappið, þar sem beint streymi er frá útsýnispallinum og þú þarft ekki að hreyfa þig einn sentimeter. 

Nýjasta uppfærsla bíður upp á nýtt streymi frá bílastæðinu við Hlíðarfjall.

8. Íbúa app Akureyrabæjar

Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði á Akureyri, sjá tilkynningar og ýmislegt fleira Akureyrartengt. Einnig ef henda þarf rusli þá eru gömlu góðu klippikortin komin á stafrænt form. Gerðu daginn skemmtilegri með því að nota app til þess að henda rusli.

9. EZing

Nýverið var appið EZing tilkynnt en það á að auðvelda þeim sem leggja leið sína upp Gilið að vetri til að komast leiðar sinnar. Fyrst um sinn verður einungis hægt að láta sjálfvirkan dreifara dreifa sandi niður Gilið en seinna á einnig hægt að vera velja um salt. Appið er hannað af sunnlendingum og spurning verður hvort Akureyringar taki vel í þann möguleika.

10. Hólabúðin

Saknaru Hólabúðarinnar? Nú getur þú verslað alla þá hluti sem búðin hafði að geyma upp í sófa. Víngerðarvörurnar vinsælu, tóbaksvörurnar góðu og örfáar vörur úr kælinum. Ath ekkert aldurstakmark er á neinum vörum.

11. Hnappið

Þarftu að komast í flýti yfir gangbraut? Af hverju ekki að nota app til þess að skipta úr rauðum karli yfir í grænan á fljótlegan og auðveldan máta. Óþarfi er að snerta skítugan kaldan hnapp til þess að komast leiðar sinnar, notum Hnappið. Áskriftaleiðir eru einnig í boði, 1200kr á mánuði til þess að fá græna karlinn fyrr eða á um 4 sekúndum.

12. Namís

Allar helstu fréttir frá Namibíu þýddar á íslensku. Engar fregnir varðandi fiskveiðar eru þó aðgengilegar í appinu.

13. Spjallmennið Akureyringurinn

Prýðilegt app sem innfæddir geta nýtt sér til þess að spyrja vélmennið nytsamlegra spurninga en vélmennið getur spjallað um kók í gleri, snjómokstur og rigningu á suðurlandinu en ef að minnst er á Samherja við vélmennið lokast appið og eyðir sér sjálft úr snjalltæki notandans.

14. Glerártorgar Appið

Appið er einfalt í notkun en það gefur þér tilkynningar í símann þegar nýjar búðir opna á Glerártorgi. Sömuleiðis fær notandi tilkynningar þegar búðum er lokað.

15. Hopp

Þægilegt app til þess að hafa ef þú þarft að snattast eitthvert í skyndi á ódýran og hagkvæmann máta. Stígðu á bak á rafskútu og losnaðu við umferðina, hvort sem þú ert drukkinn eða hjálmlaus, það skiptir ekki máli.

Sambíó

UMMÆLI