15 ár frá síðari Íslandsmeistaratitli KA í handbolta

15 ár frá síðari Íslandsmeistaratitli KA í handbolta

Í gær, þann 10. maí, voru liðin 15 ár frá síðari Íslandsmeistaratitli KA í handknattleik sem vannst árið 2002. KA mætti liði Vals í úrslitaeinvíginu en Valsarar unnu fyrstu tvær viðureignir liðanna og voru því komnir í kjörstöðu til að landa titlinum. En lið KA sýndi gríðarlegan karakter og knúði fram hreinan úrslitaleik með því að vinna næstu tvo leiki. KA fullkomnaði endurkomuna með 21-24 sigri í lokaleiknum á Hlíðarenda og varð því Íslandsmeistari í annað sinn.

Sjá einnig: KA Íslandsmeistari í handbolta – Tímavél

„Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, Bikar og Deildarmeistarum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í umfjöllun um Íslandsmeistaratitilinn á KA.is í tilefni þessara tímamóta.

KA mun að öllum líkindum tefla fram liði í handbolta næsta vetur eftir að hafa spilað ásamt Þór undir merkjum Akureyri handboltafélags frá árinu 2006.

Sjá einnig:

KA slítur sam­starfinu við Þór

Yfirlýsing frá Þór og KA vegna samstarfsslita

 

UMMÆLI