NTC

140 milljón króna hækkun á kostnaðaráætlun

Mynd af akureyri.is

Ný kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Listasafn Akureyrar hljóðar upp á 540 milljónir króna en í fyrstu var reiknað með að verja um 400 milljónum í breytingarnar.

Framkvæmdirnar eru nýhafnar en stefnt er að því að ljúka þeim vorið 2018.

Meðal þess sem verið er að gera er að tengja saman tvær byggingar, auka aðgengi að safninu og bæta aðstöðu. Það er bæjarsjóður sem greiðir kostnaðinn.

,,Þessar 400 milljónir sem voru áætlaðar í fyrstu var í raun bara gisk út í loftið. Það var eitthvað sem stjórnmálamennirnir sögðu að þeir væru tilbúnir að setja í þetta en svo átti auðvitað eftir að teikna húsið og skoða hvað þetta kostar allt,“ segir Hlynur Hallsson, framkvæmdarstjóri Listasafnsins í samtali við RÚV.

Hann kveðst jafnframt viss um að núverandi kostnaðaráætlun muni standast og er sannfærður um að breytingarnar á Listasafninu muni skila sér margfalt til baka fyrir Akureyri sem samfélag og bæjarfélag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó