Gæludýr.is

140 manns borguðu sig inn á stórsigur Þórs gegn Leikni F.

140 manns borguðu sig inn á stórsigur Þórs gegn Leikni F.

Þórsarar tóku á móti Leikni Fáskrúðsfirði á Þórsvellinum í dag. Leiknum lauk með stórsigri Þórsara, 5-1. Mörk Þórs skoruðu Alvaro Montejo 2 mörk, Orri Sigurjónsson, Jóhann Helgi Hannesson og Fannar Daði Malmquist 1 mark hver. Mark Leiknis gerði Daniel Garcia Blanco. Þórsarar sitja í 5. sæti Lengjudeildarinnar eftir leiki kvöldsins með 17 stig eftir 10 umferðir. Næsti leikur liðsins er eftir aðeins 3 dagar þegar liðið heimsækir lið Grindavíkur.

Um 140 manns borguðu sig inn á leikinn í kvöld en eins og flestir vita eru áhorfendur ekki leyfðir á leiki þessa dagana vegna nýrra sóttvarna reglna. En aðeins 10 manns frá hvoru liði fá að sitja í stúkunni á hverjum leik, en engir hefðbundnir áhorfendur. Leikurinn var þó sýndur á YouTube rás félagsins og opinn fyrir öllum sem á hann vildu horfa.

„Það er algjörlega frábært að sjá hversu margir lögðu þessu lið. Þetta kom okkur samt ekkert á óvart. Þórsfjölskyldan stendur alltaf saman þegar á þarf að halda“ sagði formaður knattspyrnudeildar Þórs í samtalið við Kaffið.is og var að vonum ánægður með stuðningsmenn liðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó