Facebook er búið að lifa lengur en nokkurn hefði grunað. Árið var 2008 þegar landsmenn sættu sig við Facebook og færðu sig þangað af fullum krafti. Margir yfirgáfu Myspace með trega í hjarta og skildu Tom eftir með sárt ennið.
Það verður þó að segjast að flest erum við meira háð Facebook en við myndum vilja að viðurkenna en eins og með flest annað þá hefur það sínar skuggahliðar. Við tókum saman nokkrar augljósar ástæður þess að efnis að Facebook getur verið verkfæri djöfulsins.
Myndir í annarlegu ástandi
,,…added a photo of you”– daginn eftir djamm, sterk ástæða til þess að gefa Facebook ferilinn upp á bátinn.
Þumallinn
Þú hendir af þér hjartnæmri ræðu á chattinu og færð þumalinn.
Full Time Mommy og Skóli Lífsins
Það verður bara að viðurkennast að full time mommy er ekki starfsheiti og skóli lífsins gefur svo sannarlega ekki af sér gráðu.
TYPE AMEN
Það er ungabarn að berjast fyrir lífi sínu og það eina sem þú þarft að gera er að skrifa amen fyrir neðan myndina svo að barnið lifi af. Það versta er að það er í alvöru til fólk sem trúir þessu.
Einhver random samþykkti vinabeiðni þína
Mjög óþægileg upplifun sem erfitt er að díla við og það versta er að það virðist verða auðveldara að gera þessi mistök með hverjum deginum.
I just came here to read the comments myndin
Fyndið í fyrstu 3 skiptin, ekki eins síðustu 100 þúsund.
Óvart HAHA kall
Einhver var að opna sig um persónulegt vandamál og þú hentir óvart í ,,haha” í staðinn fyrir ,,love” viðbrögð – takk Facebook fyrir að láta mig að líta út eins og hjartalaust ógeð.
Kveðjur á vegg einstaklings sem lést sama dag
Það verður að viðurkennast að sá hinn sami hefur sennilega ýmislegt annað að gera fyrsta daginn í himnaríki en að kíkka á fésið.
Ömurlegar skoðanir/húmor Facebook vina
Þú velur kannski vini þína en þú velur ekki ættingja og flestir sem falla undir þetta eru skyldir þér.
Seen
Ég bara í alvöru nennti ekki að tala við þig og Facebook finnur sig knúið til að láta þig vita af því.
Komment á vináttu
Sérstaklega vinsæl þegar fólk verður fésbókarvinir eftir að hafa eytt nóttinni saman og einkar óþægileg fyrir viðkomandi.
Leikjabeiðnir
Árið er 2017 og allir voru orðnir þreyttir á candy crush beiðnum í kringum 2008. Þú ættir að vera búin/n að átta þig.
,,Þessi moli var að útskrifast úr öðrum bekk”
Já barnið þitt kláraði 2.bekk en nei, það útskrifaðist ekki. Síðan hvenær hefur einhver fallið í þeirri þrekraun sem annar bekkur í grunnskóla er?
Arna Prinsessa Mömmuminnardóttir
Það ættu að vera einhverjar reglur um hvað fólk fær að heita á Facebook.
UMMÆLI