Þær Anna Brynja Agnarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, fengu tækifæri með liði Þór/KA í 6-0 sigri á HK/Víkingi á Þórsvelli í gær.
Sjá einnig: Stórsigur Þór/KA gegn HK/Víking
Anna Brynja er aðeins 14 ára og var að leika sinn fyrsta leik. Hún kom inn á fyrir Karen Maríu Sigurgeirsdóttur á 76. mínútu leiksins. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir varð 15 ára í apríl en hún kom inn á í stað Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur á 80. mínútu. Anna Brynja leikur vanalega með 3. flokki Þórs en Ísfold Marý með 3. flokki KA.
Hér að neðan má sjá viðtal sem birtist við stelpurnar á ÞórTV eftir leikinn.