137 nemendur brautskráðir frá VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verkmenntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. 137 nemendur brautskráðust. Heildarfjöldi skírteina var 167 þar sem sumir nemendur brautskráðust af fleiri en einni braut.

Í ávarpi sínu sagði Sigríður Huld Jónsdóttir skólastarfið almennt hafa gengið vel og hrósaði starfsfólki og nemendum skólans. Sigríður fór um víðan völl í ávarpi sínu. Hún talaði um nýja námsskrá skólans og að kennnarar og stjórnendur geta verið stoltir af þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á iðn- og stúdentsbrautum. Hún talaði um góðan árangur í kynningarmálum á iðn- og tækninámi, gott félagsstarf skólans og önnur verkefni sem skólinn tók þátt í eins og „Kvennastarf“ og  „Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir“, sem heppnuðust vel.

Í lok ávarpsins talaði Sigríður til brautskráningarnemana.  „Verið stolt af árangri ykkar og horfið björtum augum til framtíðar. Verið trú landi ykkar og uppruna og farið vel með tungumálið okkar. Berið virðingu fyrir fjölskyldu ykkar og vinum og því samferðarfólki sem verður á vegi ykkar í framtíðinni. Fyrst og fremst berið virðingu og umhyggju fyrir ykkur sjálfum og þeim verkefnum sem þið takið að ykkur í framtíðinni. Ég vona að þið eigið góðar minningar frá tíma ykkar hér í VMA. Á þessum svokölluðum framhaldsskólaárum kynnumst við oft og tíðum okkar bestu vinum sem við eigum ævilangt – þótt leiðir skilji á vissan hátt nú við brautskráningu. Viðhaldið vináttunni. Til hamingju!“

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó