Samtökin Pieta Ísland standa fyrir áhugaverðu verkefni næstkomandi laugardag þegar gengin verður 5 km ganga á Akureyri og er tilgangurinn með því að vekja athygli á sjálfsvígum, sjálfsskaða og sjálfsvígsforvörnum.
Hefst gangan við sólarupprás þann 6.maí klukkan 04:00 og ber gangan heitið Úr myrkrinu í ljósið. Gangan er fjáröflun fyrir stofnun Pieta húss á Íslandi en er jafnframt tækifæri til að minnast ástvina, sem látist hafa vegna sjálfsvígs, á fallegan og táknrænan hátt.
Samtökin Pieta Ísland ætla að mæta mikilli þörf á stuðningi við fólk sem er í sjálfsvígshættu eða sjálfskaðandi hegðun, með stofnun Pieta húss á Íslandi og vonandi síðar í öllum landsfjórðungum. Pieta húsið verður starfrækt að írskri fyrirmynd en á Írlandi hefur slík starfsemi gefið góðan árangur um árabil.
Nánari upplýsingar um gönguna og skráningu í hana má nálgast með því að smella hér.
UMMÆLI