NTC

12 virk smit á Norðurlandi – 6 smit tengd sömu sundlaug

12 virk smit á Norðurlandi – 6 smit tengd sömu sundlaug

Samkvæmt yfirliti frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær eru 12 virk smit á Norðurlandi eystra og 55 í sóttkví.
Alls eru sex virk smit á Akureyri, tvö smit á 600 svæðinu og tvö á 603 svæðinu. Þá eru önnur 2 smit á 601 svæðinu og 6 smit á 605 svæðinu, eða í Eyjafjarðarsveit. Þessi sex tilfelli má rekja til hóps sem hittist í sundi í síðustu viku.

Sundlauginni verður ekki lokað

Samkvæmt tilkynningu frá Eyjafjarðarsveit í gær er rakningarteymi að vinna að því að rekja smitin en svo virðist sem hægt sé að rekja sex þeirra saman til hóps sem hittist í morgunsundi fyrri hluta síðustu viku.
Tilkynning barst einnig frá sveitarfélaginu í dag, miðvikudag, þar sem segir að engin ný smit hafi komið upp sl. sólahring.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir í samtali við Rúv að þrátt fyrir að tilfellin beinist nær öll að sundlauginni þá verði henni ekki lokað. „Nei nei, þetta er mjög afmarkaður hópur sem hittist í sundi fyrir klukkan átta á morgnana. Við erum auðvitað að takmarka fjöldann í laugina en þurfum ekki að loka henni,“  segir Finnur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó