Gæludýr.is

112 dagurinn á Glerártorgi

112 dagurinn á Glerártorgi

Þann 11. febrúar ár hvert er haldið upp á 112 daginn til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna. Dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmerið, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer – því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Neyðarlínan gegnir mikilvægu hlutverki sem tengiliður milli hinna ýmsu viðbragðsaðila og sér um að kalla til viðeigandi viðbragðsaðila, s.s. lögreglu, slökkvilið, sjúkrabíl, björgunarsveitir, Rauða krossinn eða aðra sérhæfða aðstoð, til aðgerða á vettvangi eins og þurfa þykir.

Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi þeirra aðila sem því tengjast. Enn fremur er markmið dagsins að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.

Í ár ætla viðbragðsaðilar á Akureyri að halda saman upp á daginn á Glerártorgi sunnudaginn 11. febrúar næst komandi milli kl. 14 og 16. Á staðnum verða fulltrúar Slökkviliðs Akureyrar, Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, björgunarsveitarinnar Súlna, Rauða krossins og Frú Ragnheiðar sem munu kynna sína starfsemi fyrir áhugasömum. Einnig verða bifreiðar, tæki og búnaður viðbragðsaðila til sýnis.

„Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér störf viðbragðsaðila til þess að mæta og halda upp á daginn með okkur,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó