NTC

106.000 krónur söfnuðust í Bleiku messunni

ak-kirkja
Bleika messan fór fram í Akureyrarkirkju í gærkvöldi að fjölda fólks viðstöddum. Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju messaði.

Hjalti og Lára minntust Bergþóru Árnadóttur, vísnasöngkonu, með fallegum tónlistarflutningi. Kristinn Hreinsson, framkvæmdarstjóri Rafeyrar sagði einnig reynslusögu sem aðstandandi.

Í messunni var tekið við frjálsum framlögum til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og söfnuðust 106.000 krónur. Gestir sem tóku þátt í messunni sögðu hana hafa verið afar fallega og heppnast vel.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó