100 ára saga Einingar-Iðju unnin í heild sinni fyrir norðan

Björn Snæbjörnsson hjá Einingu-Iðju og G. Ómar Pétursson hjá Ásprenti handsala samning um prentun bókarinnar. Mynd: www.ein.is.

Til starfs og stórra sigra er ný bók sem fjallar um 100 ára sögu verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og er um 400 síður að stærð í stóru broti, prýdd fjölda ljósmynda sem margar hverjar hafa ekki birst áður opinberlega. Samningur um prentun bókarinnar var undirritaður í gær, þriðjudaginn 14. nóvember, en bókin verður að öllu leyti unnin hér fyrir norðan, þ.e. öll prentun, umbrot, myndvinnsla o.fl. og verður það Ásprent sem kemur til með að sjá um útgáfuna. Vikudagur greinir frá.

Jón Hjaltason sagnfræðingur hefur unnið að ritun bókarinnar undanfarin fjögur ár ásamt þriggja manna ritnefnd, skipuð þeim Braga V. Bergmann, frá Fremri almannatengslum, Sigrúnu Lárusdóttur, skrifstofustjóra Einingar-Iðju, og Þorsteini E. Arnórssyni, starfsmanni félagsins um áratuga skeið.

Sérstök útgáfuhátíð verður haldin í menningarhúsinu Hofi þann 10. febrúar 2018. Sá dagur var sérvalin vegna þess að Verkalýðsfélagið eining var stofnað upp úr sameiningu nokkurra félaga þann sama dag árið 1963. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður viðstaddur hátíðina og mun taka við fyrsta eintaki bókarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó