NTC

100.000 króna verðlaun veitt í ritlistarkeppni

Þann 30.nóvember var verðlaunaafhending haldin í veitingasal Amtsbókasafnsins. Verðlaun voru veitt fyrir 1. 2. og 3.sætið í ritlistarkeppninni Ungskáld, þar sem fólk á aldrinum 16-25 ára gat sent inn texta af einhverju tagi til dómnefndar.

Sigurvegarar Ungskálda.  Frá hægri: 2.sæti, 1.sæti, 3.sæti.

Sigurvegarar Ungskálda.
Frá hægri: 2.sæti, 1.sæti, 3.sæti.

Dómnefndina skipuðu þau Arnar Már Arngrímsson, rithöfundur og menntaskólakennari, Birna Pétursdóttir, leikstjóri og fjölmiðlakona og Kött-Grá-Pjé, tónlistarmaður og rithöfundur.
Niðurstaða dómnefndar var svo hljóðandi:
1.sætið vann Karólína Rós Ólafsdóttir, 2.sætið vann Dagbjört Katrín Jónsdóttir og 3.sætið vann Hanna Rún Hilmarsdóttir.
Samtals voru verðlaun upp á 100.000 krónur veitt vinningshöfunum.

Á athöfninni kom Arnar Már Arngrímsson fram og flutti hugvekju fyrir gesti, Kött Grá Pjé las upp úr nýútkominni bók sinni og Tumi Hrannar Pálmason og Hekla Liv Maríasdóttir nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri fluttu tónlist.

Við óskum sigurvegurum og þeim sem komu að keppninni innilega til hamingju. Þetta er í fjórða skipti sem Ungskáldasamkeppnin er haldin en henni er verkefnastýrt af hálfu Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Hússins ungmenna- og möguleikamiðstöðar, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri. Það er Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra sem hefur styrkt verkefnið frá upphafi en einnig hefur Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Skáldahúsin á Akureyri komið að samkeppninni annarsvegar með bókagjöfum og hinsvegar með útgáfu á verðlaunaverkunum.

Sambíó

UMMÆLI