NTC

10 ný smit á Norðurlandi eystraMynd: Kaffid.is/Jónatan.

10 ný smit á Norðurlandi eystra

10 ný smit greindust á Norðurlandi eystra í gær en allir þeirra voru í sóttkví. Smit á Norðurlandi eystra eru nú 110 talsins og 359 í sóttkví.

Þar af eru langflest smitanna í 600 Akureyri, eða 50 talsins, og 149 í sóttkví.
Hægt er að sjá nákvæmar tölur á svæðinu með því að ýta hér.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag, þar sem þeir minna einnig á mikilvægi þess að huga að andlegri heilsu á þessum tímum.

,,Við sendum út í morgun ábendingar varðandi atvinnulífið og vinnustað en slíkt er mikilvægt að huga að í ástandi sem þessu. Einnig er mikilvægt að huga að andlegri heilsu og vera í góðu sambandi við alla þótt að maður megi ekki hitta neinn t.d. á vinnustöðum. En slíkt er mögulegt með mörgum leiðum, Zoom, Messenger, Teams, Skype, símtöl og fleira,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI