Gæludýr.is

10 bestu – Bjarni Hafþór Helgason

10 bestu – Bjarni Hafþór Helgason

Bjarni Hafþór Helgason er gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjum þætti hlaðvarpsins 10 bestu. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Bjarni er mikill sögumaður. Hann kann að segja sögur og var faðir hans slíkur sögumaður einnig. Ég náði Bjarna þegar hann var staddur á Akureyri með ,,sögustund“ sem ég kallaði uppistand af tveimur kvöldum af troðfulli húsi gesta sem vart náðu að draga andann vegna hláturs. Hann ólst upp á Húsavík en flutti til Akureyrar 17 ára gamall. Hann rekur söguna alla og hann kann svo sannarlega að gera það vel. Hann spilar fyrir okkur sín 10 bestu lög og við kryfjum hvert lag nánast sem hann hefur samið. Það á eftir að koma þer á óvart hvað hann á mörg af þessum lögum sem við heyrum reglulega. Takk fyrir frábært spjall Bjarni Hafþór og gangi þer vel með barnabókina sem er væntanleg eftir nokkrar vikur,“ segir Ásgeir.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

https://open.spotify.com/episode/10CxxGOnUrC6eleB7VRfCb?si=c5e1c87c45764ce6
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó