10 bestu – Atli Hergeirsson

10 bestu – Atli Hergeirsson

Atli Hergeirsson er gestur Ásgeirs Ólafs í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig: Hljómsveitin Toymachine sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu

„Atli er stjórnandi podcastsins Leikfangavélin og einn af þremur stjórnendum podcastsins Kiss Army Iceland. Hann fór yfir allan ferilinn með Toymachine, þegar þeir voru farnir að banka á hinar alræmdu dyr fægðarinnar erlendis og þar til þeir hættu. Svo hittust þeir aftur fyrir fullu húsi gesta. Cult er eitthvað sem þáttarstjórnandi lagði undir hann. Hann mögulega játti því að vera búinn að taka þátt í að búa það til með Toymachine. Hann fór yfir föðurmissinn, fjölskylduna og allt þess á milli. Lögin hans 10 eru rokkuð, enda rokkari í grunninn. Hann spilar á bassa og tekur stundum tónleika heima í Hafnarfirðinum. Atli segist vera mikill Akureyringur og elskar að koma norður,“ segir Ásgeir.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó