Verðkönnun: Ódýrast að fara í litun og plokkun á Arona

Við á Kaffinu höldum áfram að kanna verð á hinum ýmsu nauðsynjum á Akureyri. Að þessu sinni ákváðum við að gera óformlega könnun á verði á litun og plokkun á augabrúnum. Litun á augnhárum er ekki inni í verðunum.

Hringt var á fimm snyrtistofur í bænum, Abaco, Arona, Aqua Spa, Karisma og Snyrtistofuna Lind. Verðin eru nokkuð áþekk en það er snyrtistofan Arona sem býður ódýrasta verðið á þessari þjónustu. Þar kostar 3.990 að fara í litun og plokkun.

Snyrtistofan Abaco var hins vegar með hæsta verðið en þar kostar meðferðin 4.350 kr. Verðmunurinn er því rétt rúmlega 8% á hæsta og lægsta verðinu.

Abaco – 4.350
Aqua Spa – 4.300
Karisma – 4.000
Snyrtistofan Lind – 4.000
Arona – 3.990

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó