Verðkönnun – Hvar er ódýrasta pizzan í bænum

Elska ekki allir pizzu?

Við á Kaffinu höldum áfram að kanna verð á hinum ýmsu nauðsynjum á Akureyri. Að þessu sinni ákváðum við að gera óformlega könnun á 16 tommu pizzu með þremur áleggstegundum á Akureyri.

Könnunin fór fram föstudaginn 31. mars þegar pantað var stóra pizzu með skinku, pepperoni og ananas á 5 pizzustöðum í bænum. Könnunin miðast við að pizzan sé sótt. Í ljós kom að verðið er mjög svipað en það munar aðeins 200 kr á hæsta og lægsta verði.

Hæsta verðið var á Bryggjunni en þar kostar stór pizza með skinku, pepperoni og ananas 2100 kr. Ódýrustu pizzuna færðu hinsvegar hjá Nætursölunni en þar kostar hún 1900 kr.


Bryggjan – 2.100 kr.

Dominos – 2015 kr.
Spretturinn – 1990 kr.
Greifinn – 1990 kr.
Nætursalan – 1900 kr.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó