NTC

Ungmenni berjast fyrir auknum réttindum

Frá Landsmóti Samfés á Akureyri 2015. Ungmenni mynda broskall með ljósum á Ráðhústorgi.

Frá Landsmóti Samfés á Akureyri 2015. Ungmenni mynda broskall með ljósum á Ráðhústorgi.

Landsþing ungs fólks er haldið ár hvert á vegum Ungmennaráðs Samfés þar sem ungmenni í 8.-10. bekk frá öllum landshornum koma saman og láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málefnum samfélagsins sem brenna á vörum þeirra. Landsþingið er mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni til að geta miðlað hugsunum sínum og skoðunum og var haldið í þrettánda skipti nú í ár.

Á landsþinginu nú í ár sem fór fram í Kópavogi 30. september – 2. október sentu 400 unglingar frá sér ályktun. Þar er farið yfir réttindi ungs fólks á vinnumarkaði. Unglingarnir fóru fram á betri og meiri fræðslu í grunnskólum landsins um hvernig eigi að fóta sig á atvinnumarkaði til þess að ungt fólk geri sér betur grein fyrir því þegar verið er að brjóta á þeim. Einnig var farið fram á hert eftirlit með fyrirtækjum svo ekki sé brotið á ungmennum.

Í ályktuninni var einnig farið yfir brot Menntamálaráðuneytisins á 12. grein Barnasáttmálans;

,,Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmæt tillit til skoðanna þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“

Ungmennaráð Samfés hvatti stjórnvöld til þess að leita álits ungmenna þegar um er að ræða mál sem snertir þau og taka mark á skoðunum sem þau setja fram. Dæmi um mál sem það var ekki gert var þegar menntaskólarnir voru styttir í þrjú ár úr fjórum og þegar einkunnarkerfinu í 10. bekkjum grunnskóla var breytt úr tölustöfum í bókstafi. Stjórnvöld tóku ekki tillit til þess að í þessum tilfellum var ungt fólk sem hafði skoðanir og Barnasáttmálinn á að verja rétt þeirra til að koma þeim á framfæri áður en ákvarðanir eru teknar.

13244790_1177012438997280_3855975829399836116_n

Brynja Rún Guðmundsdóttir situr í Ungmennaráði Samfés

Brynja Rún Guðmundsdóttir 16 ára stelpa frá Akureyri hefur setið í Ungmennaráðinu í eitt ár. Hún segist hafa boðið sig fram í Ungmennaráðið án þess að vita hvað það fól í sér en það hefur heldur betur komið henni á óvart. ,,Núna er ég
búin að vera í ráðinu í eitt ár og það er búið að vera æðislegt. Að vera í ungmennaráði felur í sér að vera rödd unga fólksins og að vera góð fyrirmynd.“ 

Brynja segist hafa boðið sig fram því hún elskar að tala fyrir framan fullt af fólki og hafa áhrif. ,,Ég vissi að ég gæti haft sem mest áhrif á samfélagið ef ég myndi komast í Ungmennaráðið. Málefnið sem brennur mest á mér eru réttindi ungs fólks á vinnumarkaðinum og við unnum mikið í kringum það á landsmóti Samfés.“

En er unga fólkið tekið alvarlega í umræðunni? ,,Bæjarstjórn er nýlega byrjuð að taka okkur alvarlega en alls ekki jafn mikið og þau ættu að gera. Ég mun halda áfram að vinna að málefnum sem hafa áhrif á ungt fólk.“

Sambíó

UMMÆLI