NTC

Tveir Akureyringar meðal 200 bestu knattspyrnumanna heims

Tveir af 200 bestu knattspyrnumönnum heims.

Tveir af 200 bestu knattspyrnumönnum heims.

Tveir Akureyringar eru á lista yfir 200 bestu knattspyrnumenn heims árið 2016. Breska dagblaðið The Guardian stóð fyrir valinu á dögunum en íþróttafréttamenn út um allan heim hjálpuðu til við valið.

Cristiano Ronaldo trónir á toppnum en skammt á eftir honum koma Lionel Messi og Luis Suarez.

Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eru báðir á listanum en alls komust fjórir íslenskir landsliðsmenn á listann. Gylfi Þór Sigurðsson skorar hæst þeirra en hann er í 109.sæti. Birkir er í 139.sæti og er þar með fyrir ofan leikmenn á borð við Christian Eriksen og Carlos Tevez, svo einhverjir séu nefndir.

Aron Einar og Ragnar Sigurðsson deila svo 178.sætinu með Franck Ribery, Daniel Sturridge, Vincent Kompany og fleiri góðum.

Hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hér.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó