NTC

Þrír tónleikastaðir fyrir Iceland Airwaves á Akureyri

Menningarhúsið Hof.

Fyrirkomulag á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni verður öðruvísi í ár en tíðkast hefur. Meðal breytinga er að hátíðin mun að hluta til fara fram á Akureyri.

Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að fjölga ferðamönnum utan háannatíma á Íslandi. Einnig er stefnt að því að upplifunin verði ógleymanleg fyrir gesti hátíðarinnar. Þess vegna þótti rökrétt að næsta skref væri að bæta Akureyri við hátíðina.

Beint flug Air Iceland Connect frá Keflavík gefur ferðamönnum betri möguleika á því að sækja Norðurland heim á þessum tíma ársins. Með því að bjóða upp á þrjár mismunandi tegundir af miðum á hátíðina verður einnig auðveldara fyrir heimamenn nyrðra að taka þátt í hátíðinni.

Þau atriði sem þegar hafa verið tilkynnt á Akureyri eru: Ásgeir og Emilina Torrini, sem bæði koma fram í Hofi, Mura Masa, Benjamin Clementine, Mammút, Emmsje Gauti, Hildur, Alexander Jarl, Daniel OG, JFDR, GKR, Xylouris White, Arab Strap, Cyber, Sturla Atlas og KÁ-AKÁ. Það á eftir að tilkynna um 8 atriði til viðbótar á Akureyri.

Nú hefur einnig verið ákveðið tónleikastaði á Akureyri en tónleikar verða haldnir á Græna Hattinum, Pósthúsbarnum og Hofi.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó