NTC

Þór/KA fær markmann til liðs við sig

bryndis_lara_hrafnkelsdottir_494_494_3Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur gengið til liðs við Pepsideildar lið Þór/KA og mun hún verja mark liðsins næsta sumar. Hún kemur frá ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem hún hefur spilað síðustu fimm tímabil og á þar 119 leiki að baki með meistaraflokki.

Bryndís á tvo leiki að baki með yngri landsliðum Íslands, U23 og U19.

Halldór Jón Sigurðsson eða Donni sem var ráðinn þjálfari liðsins í haust er ánægður með liðsstyrkinn. Í spjalli við heimasíðu Þórs segir hann að Bryndís sé gríðarlega góður markmaður sem hefur verið í fremstu röð í mörg ár og að hún muni styrkja hópinn mikið. Hún muni gefa þeim ungu og efnilegu markmönnum sem eru hjá Þór/KA mikið með reynslu sinni.

Bryndís sagði sjálf að hana hafi alltaf langað norður í framhaldsskóla svo að nú sé svolítið eins og að gamall draumur sé að verða að veruleika. Bryndís skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og segir spennandi tíma framundan hjá liðinu.

Bryndís skrifar undir

Bryndís skrifar undir

 

 

Sambíó

UMMÆLI