Þór/KA burstaði FH

Þór/KA

Þór/KA mætti FH í fyrsta leik Lengjubikarsins í vetur. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna á árinu en liðið hefur verið mikið í umræðunni vegna ósættis hjá Þór og KA. Stelpurnar létu það svo sannarlega ekki á sig fá og unnu öruggan sigur 5-1.

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri fyrir framan 116 áhorfendur. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA yfir eftir 14 mínútur,  Rut Matthíasdóttir bætti við marki á 26 mínútu en í millitíðinni hafði Sandra María Jessen klúðrað vítaspyrnu. Hulda var svo aftur á ferðinni á 35. mínútu og kom Þór/KA í 3-0.

Sandra María skoraði 4. markið í upphafi síðari hálfleiks. FH stúlkur minnkuðu muninn áður en Karen María Sigurgeirsdóttir kláraði leikinn á 76. mínútu, 4 mínútum eftir að hún kom inná af varamannabekknum.

Stelpurnar okkar fara því vel af stað og sitja á toppi A riðils Lengjubikarsins eftir fyrstu umferð.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó