Fangi sem var að sinna garðstörfum í fangelsinu á Akureyri um 4 leytið í gær strauk þegar litið var af honum. Hann var laus í um 8 klukkustundir en hann náðist fyrir utan Borgarbíó í gærkvöld. Þetta kemur fram á vef Rúv. Fanginn er ekki talinn hættulegur og er langt kominn með afplánun sína og var því treyst fyrir garðverkum í fangelsisgarðinum.
Brot sem þetta hefur miklar afleiðingar fyrir fangann en hann hefur til að mynda fengið að fara í dagsleyfi en vegna þessa mun það vera afturkallað í að minnsta kosti tvö ár. Einnig getur brotið haft áhrif á hvort hann fái reynslulausn en viðurlög við agabrotum sem þessum hafa áhrif bæði til skamms og lengri tíma samkvæmt Guðmundi Gíslasyni, forstöðumanns fangelsisins á Akureyri
UMMÆLI