NTC

Stórhríð á fimmtudag

Búast má við stórhríð á fimmtudag

Búast má við stórhríð á fimmtudag

Það virðist loksins vera komið að því að veturinn mæti til Akureyrar eftir sögulega hlýtt og langt haust. Annað kvöld má búast við að það lægi á Norðurlandi en undanfarnir dagar hafa verið ansi hvassir. Í kjölfarið af því mun líklega frysta og svo mun norðanáttin taka við þegar kemur fram á miðvikudag með snjókomu.

Sjá einnig: Næsthlýjasti október síðan mælingar hófust

Búast má svo við stórhríð á fimmtudag, einkum þá seinnipartinn og reikna má með því að það dragi ekki almennilega úr henni fyrr enn á sunnudag skv. veðurfræðingum á Veðurstofu Íslands.

Það er því ekki seinna að vænna að fara að gera allt klárt fyrir veturinn fyrir þá sem ekki enn hafa gert það.

 

 

Sambíó

UMMÆLI