Nýverið hóf Hafnarstræti Hostels starfsemi í Amaro húsinu. Um er að ræða farfuglaheimili þar sem gestir sofa í svokölluðum svefnhylkum að kínverskri gerð í stað venjulegra koja. Eigandi farfuglaheimilisins, Sandra Harðardóttir, segir í þessu felast ögn meira næði fyrir gesti, en hægt er að fá bæði ein- og tvíbreiða klefa,í samtali við Morgunblaðið.
Hylkin eru framleidd af kínverska fyrirtækinu Peng Heng, sem rekur gistiaðstöðu í Kína. Inn í þeim eru uppábúin rúm og loftræsting, rafmagnsinnstungur, heyrnatól og lýsing. Svipaður gististaður er í Reykjavík, Galaxy Pod Hostel á Laugavegi, einnig eru nokkur svefnhylki í Gistihúsinu Hamri í Vestmannneyjum.
Hafnarstræti Hostel er þó stærsta gistiheimili á Íslandi sem býður gistingu í svefnhylkjum og það fyrsta á Norðurlandi.
Í umfjöllun um gististað þennan í Morgunblaðinu í dag segir Sandra Harðardóttir, eigandi hostelsins, að sérstaða þess felist í næðinu. Að öðru leyti sé þar öll hefðbundin þjónusta farfuglaheimilis, innifalinn morgunverður, sameiginlegur matsalur, baðherbergi og eldhús. Á staðnum er svefnrými fyrir 84 gesti.
UMMÆLI