Skoða byggingu lúxushótels á Grenivík

Skoða byggingu lúxushótels á Grenivík

Viking Heliskiing ehf. vinnur nú að því ásamt erlenda félaginu NIHI hotels að skoða möguleikan á byggingu lúxushótels sunnan við Grenivík á Þengilhöfða. Á hótelinu ef stefnt á að bjóða upp á afþreyingartengda ferðamennsku eins og þyrluskíðaferðir.

NIHI hotels reka meðal annars hótel á eyjunni Sumba í Indónesíu sem ferðavefurinn Travel+Leisure valdi það besta í heimi í fyrra.

Forstjóri NIHI er hinn suðurafríski James McBride, sem hefur verið áberandi í hótelrekstri víða um heim undanfarna áratugi. Í nýlegu viðtali á ráðstefnunni Skift Global Forum 2018 nefndi McBride að Ísland væri einn þeirra staða þar sem hann væri að skoða mögulega uppbyggingu. „Ég hef mikinn áhuga á Íslandi. Ég hef farið þangað tvisvar eða þrisvar, í þyrluskíðaferðir og laxveiði. Mér finnst Ísland heillandi staður,“ sagði McBride.

Í frétt Viðskiptablaðsins um málið segir Þröstur Friðrinsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, að málið sé afar skammt á veg komið og ekkert sé fast í hendi. „Við erum bara búin að vera að vinna að þessu í rólegheitum og höldum því áfram,“ segir Þröstur.

Sambíó

UMMÆLI