Síðuskóli sigraði Skólahreysti og bætti Íslandsmet

Mynd af facebooksíðu Skólahreysti

Síðuskóli gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sigur í Skólaheyrsti í kvöld. Linda­skóli í Kópa­vogi hafnaði í öðru sæit og þriðja sæti varð Lauga­lækj­ar­skóli í Reykja­vík. Sigurinn var afar glæsilegur en liðið bætti íslandsmet í hinni svokölluðu hraðabraut á tímanum 2:03.

Lið Síðuskóla skipa þau Guðni, Eygló, Hulda Karen, Ragúel, Embla og Unnar. Íþróttakennarar krakkana eru Veronika Lagun og Rainer Jessen.

Kaffið.is óskar krökkunum í Síðuskóla innilega til hamingju með sigurinn.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó