SÁÁ hættir starfsemi á Akureyri

Undirbúningur er hafinn vegna lokunar á göngudeild SÁÁ á Akureyri. Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti þetta á fundi sínum í gær. Lokun göngudeildarinnar er hluti af 100 milljóna niðurskurðsáætlun sem samtökin starfa nú eftir.

SÁÁ hóf rekst­ur göngu­deild­ar á Ak­ur­eyri í byrj­un árs 1993 og hef­ur deild­in sinnt ráðgjöf og grein­ingu fyr­ir áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga á öllu Norður­landi síðan.

Flest­ir þjón­ustuþegar koma til að fá eft­ir­fylgd að lok­inni dvöl á sjúkra­hús­inu Vogi eða eft­ir­meðferðar­stöðinni Vík.

Einnig hafa aðstand­end­ur sótt marg­vís­lega þjón­ustu á göngu­deild­inni, sem og fólk með spilafíkn. Árið 2017 voru 350 ráðgjafaviðtöl skráð á göngu­deild Ak­ur­eyr­ar og yfir 1.200 kom­ur í úrræði, fyr­ir­lestra og grúpp­ur.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að eng­in fram­lög hafi komið frá rík­inu til göngu­deild­ar­starf­semi SÁÁ und­an­far­in þrjú ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó