Orðin sem eru bara notuð á Norðurlandi

Á Akureyri er Pylsuvagninn

Við höfum áður fjallað um hvernig Akureyringar og Norðlendingar skera sig úr frá restinni af landinu bæði með því að rökstyðja afhverju Akureyringar séu betri en allir aðrir og með því að nefna ástæður sem gera Akureyringa leiðinlega. Sá þáttur sem hefur verið mest afgerandi í gegnum tíðina þegar Akureyringar eru teknir fyrir er þó mállýskan. Norðlenska hreiminn þekkja allir en það er margt annað sem sker sig út. Á Akureyri tíðkast til dæmis mjög mikið að tala í áttum og mikill greinarmunur er gerður á eldhúsbekk og eldhúsborði.

Sjá einnig: Sjö ástæður afhverju Akureyringar eru betri en allir aðrir
Sjá einnig: Tíu hlutir sem sýna að Akureyringar séu leiðinlegur

Við ákváðum að taka saman stuttan lista til skemmtunar yfir uppáhalds norðlensku orðin okkar. Ekki hafa áhyggjur, við vitum alveg að það segir enginn kók í bauk.

1. Brók-Nærbuxur

Brók er kannski ekki fallegasta orð íslenskrar tungu en maður er bara svo ofboðslega lengi að segja nærbuxur.Það virðist vera að Reykvíkingar þurfi að hafa aðeins skýrari mynd af því hvað er raunverulega að gerast í orðanotkun sinni. Á meðan við Norðlendingar gerum okkur grein fyrir því að undirföt okkar séu í raun buxur sem eru nær líkamanum en aðrar buxur þurfum við ekki áminningu um það í hvert skipti sem við tölum um hlutinn.

2. Boppa-Skoppa

Ég sagði einu sinni boppa fyrir framan hóp af fólki sem býr í Reykjavík og varð að athlægi á augnabliki. Hópurinn sprakk úr hlátri og kók í bauk brandararnir voru látnir fljúga. Þegar ég náði að jafna mig og safna kjarki í að spyrja hvaða orð þau notuðu var svarið: Skoppa. Þvílíkur hálfviti sem ég gat verið.

3. Strengir-Harðsperrur

Ef ég þyrfti að segjast vera með harðsperrur hvern einasta dag eftir að ég er búinn að stunda líkamsrækt myndi ég aldrei hreyfa mig.

4. Moli-Brjóstsykur

Enn og aftur praktísk stytting hjá Norðlendingnum. Brjóstsykur er tökuorð úr danska orðinu brystsukker sem var upphaflega nafn yfir lyf gegn brjóstverkjum. Þannig brjóstsykur er í raun Rennie. Moli er réttmætt orð yfir sælgætið sem við elskum öll.

5. Punkterað-Sprungið dekk

Það er einfaldlega ótrúlega svalt að segja punkterað.

6.Flus-Hýði

Við flysjum okkar kartöflur.

7. Pylsa-Pulsa 

Ef það verður einhverntímann stríð á milli landshluta hefst það sennilega á þessu rifrildi. Ef ég á að vera hreinskilinn er mér nokkuð sama hvort orðið er notað yfir þennan dýrindis mat. Ég skil bæði.

8.Svelgur-Niðurfall

Svelgur er frábært orð yfir þetta ógnvænlega fyrirbæri.

9.Stertur-Tagl

Þegar Akureyringar binda hárið sitt í teygju tala þeir flestir um að setja stert í hárið. Þegar Reykvíkingar binda hárið í teygju tala þeir um að setja tagl í hárið. Tagl er fyrir hesta.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó