Nýtt lag og myndband frá Stefáni Elí

Stefán Elí Hauksson hefur verið að ryðja sér til rúms í tónlistarlífi Akureyrar í vetur. Stefán er 17 ára strákur úr Þorpinu og var að ljúka sínu fyrsta ári í Menntaskólanum á Akureyri. Í vikunni gaf hann frá sér sitt þriðja lag. Lagið heitir Wake Up. Áður hefur Stefán gefið út lögin Too Late og Spaced Out.

Stefán Elí hefur verið umleikinn tónlist allt hans líf, en bæði faðir hans, Haukur Pálmason, og afi hans, Pálmi Stefánsson, eru tónlistarmenn.

Myndbandið við lagið Wake Up má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó