Nacho Gil áfram hjá ÞórMynd: Palli Jóh/thorsport.is

Nacho Gil áfram hjá Þór

Ignacio Gil sem leikið hefur með Þór í Inkasso deildinni í sumar hefur framlengt samning sinn um ár eða út næsta tímabil 2019.

Nacho hefur leikið 14 leiki í deild og bikar með Þór á tímabilinu, skorað 3 mörk, og verið með betri mönnum liðsins.

Óðinn Svan Óðinsson formaður knattspyrnudeildar sagði við heimasíðu Þórs að þetta væru frábær tíðindi. ,,Við erum gríðarlega ánægðir með að tryggja okkur krafta Nacho út næsta tímabil. Hann er frábær leikmaður og ekki síst frábær karakter sem small beint inn í Þórsfjölskylduna“ sagði Óðin Svan.

Óðinn Svan formaður knattspyrnudeildar og Nacho Gil. Mynd: Palli Jóh/thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó