Myndband: Andarnefjur á Pollinum á Akureyri

Myndband: Andarnefjur á Pollinum á Akureyri

Síðustu daga hafa Andarnefjur glatt Akureyringa með nærveru sinni á Pollinum við bæinn. Andarnefjunnar hafa vakið mikla hrifningu bæði ferðamanna og heimamanna.

Talið er að þær séu um 8 talsins en þær hafa verið duglegar að sýna listir sínar á Pollinum í dag og í gær.

Ekki er algengt að andarnefjur komi svo nálægt landi en það kemur þó reglulega fyrir.

Hér að neðan má sjá myndband af þeim synd á Pollinum í dag

 

Fleiri myndir er svo hægt að skoða hér, mælum með að smella á myndirnar til að stækka

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó