Það styttist í sveitarstjórnarkosningar og flokkar í framboði farnir að taka á sig mynd. Í gær var listi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri samþykktur á fundi fulltrúaráðs. Kjörnefnd lagði fram tillögu um uppröðun á lista sem var samþykkt í heild sinni.
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi, mun skipa fyrsta sæti listans en þetta verður annað kjörtímabilið sem Gunnar leiðir listann.
Listann skipa:
- Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi
- Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi
- Þórhallur Jónsson, verslunarmaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir, laganemi
- Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri
- Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri
- Þórunn Sif Harðardóttir, starfsmannastjóri
- Sigurjón Jóhannesson, rafmagnsverkfræðingur
- Marsilía Sigurðardóttir, fjármálastjóri
- Kristján Blær Sigurðsson, framhaldsskólanemi
- Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
- Björn Ómar Sigurðsson, byggingarverktaki
- Axel Darri Þórhallsson, viðskiptafræðinemi
- Heiðdís Austfjörð, förðunarmeistari
- Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri
- Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari
- Jens K. Guðmundsson, læknir
- Aron Elí Gíslason, framhaldsskólanemi
- Erla Björnsdóttir, verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur
- Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri og fv. bæjarfulltrúi
- Þóra Ákadóttir, hjúkrunarfræðingur og fv. bæjarfulltrúi
UMMÆLI