NTC

Krefjast þess að fá Costco til Akureyrar

Krefjast þess að fá Costco til Akureyrar

Costco til Akureyrar?

Opnun heildverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi hefur varla farið framhjá neinum enda hefur verið fjallað gífurlega mikið um opnunina í helstu fjölmiðlum landsins undanfarna daga.

Vöruhúsið er staðsett í Garðabæ og hefur fólk hvaðanæva af landinu gert sér ferð þangað til að gera kjarakaup. Í kjölfarið hafa verið uppi háværar raddir um að fá Costco á fleiri staði á landinu og hefur nú verið stofnaður Facebook hópur undir nafninu Costco til Akureyrar.

Hópurinn var stofnaður í gær, laugardag og hafa nú þegar meira en 1000 manns skráð sig í hópinn og því augljóst að mikill áhugi er fyrir því að fá Costco vöruhús í höfuðstað Norðurlands.

Costco er með vöruhús í 11 löndum og eru þær rúmlega 700 talsins. Meðalstærð Costco vöruhúss er 13 þúsund fermetrar en vöruhúsið í Kauptúni í Garðabæ er um 14 þúsund fermetrar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó