NTC

Krafa frá kennurum til sveitafélaga

ar-160119087Á föstudaginn fór af stað undirskriftasöfnun hjá grunnskólakennurum í landinu þar sem krafist er að sveitarfélögin í landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Þar kemur fram að laun kennara séu of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið sé ekki lengur sjálfbært.

Sjá einnig: Kennarar í Síðuskóla senda frá sér ályktun

Margir skólar á landinu hafa sent frá sér ályktun þar sem ákvarðun kjararáðs er fordæmd. Undirskriftasöfnunin með kröfu kennara hófst á Facebook síðu grunnskólakennara á Íslandi og skrifuðu um 3000 kennarar undir kröfuna. Þar kemur fram að við núverandi aðstæður muni grunnþjónustan bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. Nú sé orðið ljóst að kennarar geti ekki lengur komið í veg fyrir að skólakerfið lendi í stórhættu. Nýir kennarar fáist ekki til starfa, eldri kennarar hellast úr lestinni eða hverfa til annarra starfa. Það séu því aðeins tveir kostir í stöðunni. Að yfirgefa skólana og afhjúpa endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkenna störf sveitarfélaga á þessu sviði, eða stíga fram og draga sveitarfélögin til ábyrgðar á stöðunni sem upp er komin og krefjast viðbragða. Með undirskriftarlistanum séu þeu að gera það síðarnefnda.

Víða um land hafa undirskriftalistarnir verið afhentir bæjarstjórnum í dag. Kennarar í flestum sveitarfélögum afhentu um 3000 undirskriftir til sveitarstjórna í dag. Á Akureyri munu kennarar afhenda listann í Ráðhúsinu klukkan 15:30 á morgunn og eru kennarar á svæðinu hvattir til að mæta.

 

 

Sambíó

UMMÆLI