Eins og við greindum frá hér á Kaffinu í síðustu viku eru nýjir eigendur teknir við Greifanum. Greifinn hafði verið í eigu fyrirtækisins Foodco frá árinu 2007 en er nú komin í hendur hjónanna Arinbjörns Þórarinssonar og Hugrúnar Helgu Guðmundsdóttur og félagsins Natten ehf. Arinbjörn var veitingastjóri staðarins áður en kaupin gengu í gegn.
Margir Akureyringar tjáðu ánægju sína á samfélagsmiðlum í kjölfar eigandaskiptanna og óskuðu eftir breytingum á matseðli meðal annars. Þessir einstaklingar þurftu ekki að bíða lengi eftir því að fá ósk sína uppfyllta en Greifinn tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hinn geysivinsæli réttur Kólesteról Sprengjan væri kominn aftur.
Kólesteról Sprengjan er 200 g pönnusteiktir nautastrimlar úr rumpsteik, steiktir sveppir og rauðlaukur og 2X béarnaisesósu skammtur í hamborgarabrauði. Rétturinn var verulega vinsæll á sínum tíma og voru margir aðdáendur svekktir þegar Sprengjan var tekin af matseðlinum á sínum tíma.
UMMÆLI