NTC

Hljómsveitin Kraðak gefur út sitt fyrsta lag

Hljómsveitin Kraðak

Hljómsveitin Kraðak

Hljómsveitin Kraðak er ný hljómsveit sem samanstendur af 5 ungum og efnilegum tónlistarmönnum frá Akureyri. Sindri Snær Konráðsson er söngvari hljómsveitarinnar, Haukur Sindri Karlsson spilar á gítar, Egill Andrason sér um hljómborð og bakraddir, Ólafur Göran Ólafsson Gros trommar og Þorsteinn Jón Thorlacius spilar er Bassaleikari.

Haukur Sindri segir að hljómsveitin hafi orðið til í aftursætinu á bíl lengst út í sveit þegar hann og Sindri voru að hlusta á Pink Floyd saman. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að tónlistarsmekkur okkar var nánast eins, út frá frekari samræðum komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri lögbrot að stofna ekki band saman,“ segir Haukur í spjalli við Kaffið. Fyrsta lagið þeirra „Heift“ fór síðan fljótlega í vinnslu.

„Okkur vantaði góðan hljómborðsleikara og þurftum ekki að leita langt. Sindri var nýbúinn að leikstýra Agli Andrasyni stórhljómborðsleikara og hann var klár eftir nokkurra daga tuð frá honum Sindra. Ólafur og Þorsteinn fylgdu svo í kjölfarið.“

Heift varð síðan til stuttu seinna. Heift er samið í kringum lítið hljómborðsstef sem Sindri samdi á litla Toys R’us hljómborðið sitt. Síðan sendi hann stefið til Hauks og úr varð þetta lag. Þegar lagið varð tilbúið byrjuðu Egill og Sindri að vinn að laglínu og texta og gekk það glimrandi vel að þeirra sögn.

Sjá einnig: Nemendur í VMA slá í gegn í Voice

Kraðak er nú að vinna að fleiri lögum, og koma þau út á næstunni, þess má geta að eitt þeirra laga verður hið víðfræga Dimmar Rósir eftir Tatara, sem hann Sindri söng í The Voice Ísland. Næsta lag er væntanlegt í þarnæstu viku og strákarnir bíða spenntir eftir viðbrögðum fólks við því.

Hægt er að hlusta á fyrsta lag hljómsveitarinnar, Heift, í spilaranum hér að neðan;

VG

UMMÆLI