Heimsfræg förðunardrottning á Akureyri

Heimsfræg förðunardrottning á Akureyri

Huda Kattan er heimsfrægur make-up artist og áhrifavaldur sem eflaust margir þekkja enda er hún með yfir 30 milljón fylgjendur á Instagram. Vörumerki hennar, Huda Beauty er metið á 550 milljónir dala.

Huda er nú stödd á Íslandi í fríi með manninum sínum, Christopher Goncalo og tengdafjölskyldu. Þau hjónin eyddu fyrstu dögunum í Reykjavík þar sem þau heimsóttu m.a. Bláa Lónið og skautasvell Nova á Ingólfstorgi.

Nú eru hjónin hins vegar komin alla leið norður til Akureyrar en þau komu hingað á einkaþotu sinni. Deginum í dag ætla þau að eyða í Hlíðarfjalli til að prufa besta skíðasvæði landsins. Hjónin eru dugleg að leyfa aðdáendahóp sínum að fylgjast með ferðum sínum á Íslandi á Instagram.

Fjölskyldan mætt í Hlíðarfjall. Mynd: Skjáskot úr Instagram story.

Huda í Hlíðarfjalli. Skjáskot úr Instagramstory.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó