Heildarmyndin í rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur hefur skýrst eftir yfirheyrslurnar í gær yfir mönnunum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi. Frá þessu er greint á vefnum RÚV.is
Möller Olsen og Nikolaj Olsen, hinir grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur, voru yfirheyrðir í gær, í fyrsta sinn í tæpa viku.
RÚV hefur eftir Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni að ekki liggi fyrir játning í málinu að svo stöddu. Heildarmyndin hafi hins vegar skýrst að einhverju leyti eftir yfirheyrslur gærdagsins.
Birna Brjánsdóttir verður borin til grafar á föstudag næst komandi.
UMMÆLI