NTC

Halla Björk Reynisdóttir leiðir L-listann

Halla Björk Reynisdóttir.

L-listinn fagnaði í dag 20 ára afmæli en flokkurinn var stofnaður þann 18. mars 1998 með það að markmiði að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum. L-listinn kom einum manni að í bæjarstjórn og hefur átt bæjarfulltrúa þar síðan. Skemmst er að minnast þess að L-listinn var með hreinan meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11 kjörtímabilið 2010-2014. L-listinn á nú tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Úr fyrstu stefnuskránni má lesa þessi orð, sem enn eru í fullu gildi:

„L-listinn telur að rödd hins almenna borgara verði að heyrast í bæjarstjórn Akureyrar. Við leggjum áherslu á að þetta  er ópólitískt framboð, þar sem pláss er fyrir alla. Við höfum það að leiðarljósi að gera góðan bæ betri.“

Í tilefni tímamótanna var fagnað í dag með kaffisamæti í Hofi sem og framboðslisti L-listans fyrir komandi kosningar kynntur.
Hér að neðan má sjá þá sem sitja á lista L-listans. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti flokksins og leiðir listann í komandi bæjarstjórnarkosningum í vor.

Frambjóðendur L-listans 2018.

Sambíó

UMMÆLI