Flugfélagið Air Iceland Connect mun hætta að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkur. Ástæðan er sú að ekki er næg eftirspurn eftir fluginu, að sögn Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Flugfélagið hættir einnig að fljúga til Belfast í Norður-Írlandi og Aberdeen í Skotlandi. Túristi greindi fyrst frá.
Að meðaltali er flogið fimm til sex sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur til að ná morgunfluginu frá Keflavík. Þetta er samkvæmt vetraráætlun flugfélagsins. Árni bendir á að efnahagsástand Bretlands, einkum eftir Brexit, hefur sett strik í reikninginn.
Breytingar verða einnig á flugi flugfélagsins til Grænlands og það mun ekki fljúga til Kangerlussuaq í sumar og ferðirnar til Narsarsuaq færast til Reykjavíkurflugvallar. Aðrar áætlanir til Grænlands munu halda sér.
UMMÆLI