NTC

Gáfu flóttafólki bíl

12079123_10152996562626567_8334071811112115955_n

Guðrún Arndís gaf nýju nágrönnum sínum bílinn sinn

,,Ég hef ekki séð jafn mikið þakklæti á minni ævi,“ segir Guðrún Arndís Aradóttir en hún og fjölskylda hennar ákvaðu að gefa flóttafjölskyldunni, sem flutti inn í húsið móti þeim, bílinn sinn.

,,Amma mín og afi áttu þennan bíl en leyfðu mér að vera á honum frá því ég fékk bílprófið. Ég vildi sjálf fara að fjárfesta í eigin bíl og mamma fékk þá þessa frábæru hugmynd að leyfa þeim að fá bílinn. Við höfðum séð pabbann í ökukennslu og þetta var því tilvalið,“ segir Guðrún.

Í framhaldinu ræddu Guðrún og mamma hennar við ömmu hennar og afa sem leist mjög vel á hugmyndina. Þá höfðu þau samband við Rauða Krossinn og starfsfólkið sem sér um fjölskylduna sem tilkynnti þeim svo fréttirnar. ,,Þau ætluðu ekki að trúa að við vildum enga peninga fyrir en amma og afi tóku það ekki í mál.“

Flóttafjölskyldan kom til landsins í janúar á þessu ári. Guðrún segir að þau hafi verið mjög vinaleg frá því hún sá þau fyrst. ,,Þau voru augljóslega mjög ánægð að vera komin hingað eftir þrjú ár í flóttamannabúðum. Við kynntumst þeim síðan almennilega eftir að við gáfum þeim bílinn. Þá buðu þau okkur í mat í þakkarskyni og þar fengum við að heyra þeirra sögu. Þau koma frá Aleppo þar sem stríðið er upp á sitt versta. Í dag þekkjumst við öll vel og ég gæti ekki ímyndað mér betri nágranna.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó