Emmsjé Gauti á tónleikaferðalagi um landið: „Það er eitthvað sérstakt við Græna Hattinn”

Emmsjé Gauti á tónleikaferðalagi um landið: „Það er eitthvað sérstakt við Græna Hattinn”

Rapparinn Emmsjé Gauti er um þessar mundir að ferðast um landið og halda tónleika. Gauti spilar á Græna Hattinum á Akureyri 8. júní en í kvöld spilar hann í jarðböðunum við Mývatn.

Í samtali við Kaffið segir Gauti að ferðalagið hafi gengið vel. „Þetta er búið að vera skrautlegt á köflum því það er helvíti mikið bras að gera þessa þætti samhliða túrnum, en við erum með hetjur sem heita Baldvin og Pétur og þeir fórna svefni og heilsu til þess eins að þættirnir verði góðir.“

„Stemningin er gífurleg fyrir tónleikunum á Græna Hattinum. Það er eitthvað sérstakt við Græna Hattinn og kvöldin sem við spilum þar eru alltaf sturluð. Það hefur verið uppselt síðustu 5 skipti sem við komum fram þar svo ég bið fólk að treysta ekki á miða í hurð.”

„Við erum auðvitað með fjölskyldutónleika í fyrsta skipti á Akureyri, fjölskyldutónleikar fyrr um daginn og þessir hefðbundnu um kvöldið.

Um kvöldið verða 2 aðrir rapparar með okkur en þeir eru KÁ-AKÁ ooooog… hinn er leyndó í bili. Þið vitið samt öll hver hann er og hann situr ofarlega á topplistum síðustu ára. Djöfull erum við spenntir að fara norður.”

Miðasala á tónleika Gauta á Akureyri fer fram á tix.is og graenihatturinn.is. Eins og Gauti minntist á hafa verið sendir út þættir á meðan ferðalaginu stendur. Hér að neðan má sjá þættina sem eru þegar komnir út.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó