Íslandsmeistaramótið í CrossFit, NIKE Iceland Throwdown, fer fram helgina 24. til 27. nóvember næstkomandi. Mótið fer fram í Digranesi í Kópavogi og eigum við Norðlendingar að sjálfsögðu okkar fulltrúa á mótinu.
Til að öðlast þátttökurétt á mótinu þurfa keppendur að komast í gegnum undankeppni en keppt er í sex flokkum.
Í opnum flokki munu þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Birkir Örn Jónsson taka þátt en þær Selma Malmquist, Eydís Sigurgeirsdóttir, Nanna Lind Stefánsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir og Hildur Birta Árnadóttir munu keppa í opnum flokki kvenna.
Gömlu brýnin, Ingi Torfi Sverrisson og Arnar Elíasson munu etja kappi í flokki eldri manna, 35-39 ára. Þá keppir Ólöf Magnúsdóttir í flokki 55-59 ára.
Kaffið.is óskar þeim öllum alls hins besta á mótinu.
Sjá einnig
Kom sér loksins í form og stefnir nú á heimsleikana í Crossfit
UMMÆLI