NTC

Bryndís Rún Hansen bætti eigið Íslandsmet

Bætti eigið Íslandsmet. Mynd: Sundsamband Íslands

Bætti eigið Íslandsmet. Mynd: Sundsamband Íslands

Sundkonan Bryndís Rún Hansen hefur staðið í ströngu undanfarna daga þar sem hún keppir á HM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Kanada.

Á miðvikudag var hún hluti af kvennasveit Íslands sem stórbætti 12 ára gamalt Íslandsmet í 4×50 metra fjórsundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún  og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir syntu í undanrásum á 1:49,41 mínútu og bættu þær gamla metið um heilar 7,25 sekúndur.

Þessi árangur dugði þó ekki í úrslit því þær urðu í 14.sæti af 20 en átta efstu sveitirnar fóru í úrslit.

Bryndís bætti eigið Íslandsmet

Í gær var svo keppt í 50 metra flugsundi. Í undanrásum synti Bryndís á 26,22 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um tæpa hálfa sekúndu.

Þetta góða sund skilaði Bryndísi í undanúrslitin sem fram fóru í gærkvöldi. Þar synti hún á 26,38 sekúndum og lenti í 16.sæti. Hún komst því ekki í úrslitariðilinn en til þess að ná í úrslit hefði hún þurft að synda undir 25,76 sekúndur.

Hægt er að sjá metsund Bryndísar á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó