NTC

Bað kærastans og fékk Pál Óskar með sér í lið – myndband

Axel Ingi Árnason.

Axel Ingi Árnason, Akureyringur og tónskáld, kom kærasta sínum heldur betur á óvart í gær þegar hann bað hans á balli með Pál Óskari. Þeir Axel Ingi og Jóhann Frímann Rúnarsson eru staddir á Vestfjörðum yfir páskana þar sem Páll Óskar var að spila í gær. Palli kallaði þá upp á svið og rétti síðan Axeli míkrafóninn þar sem hann heldur þá áfram að segja kærasta sínum hug sinn og fer á skeljarnar á sviðinu við ákafan fögnuð áhorfenda. Jóhann játaði við mikinn fögnuð allra viðstaddra.
Hér að neðan má sjá þetta fallega augnablik. Við óskum þeim innilega til hamingju með trúlofunina og framtíðina!

Sambíó

UMMÆLI