Allur ágóði af leik KA og Gróttu rennur til Ragnars og Fanneyjar

Allur ágóði af leik KA og Gróttu rennur til Ragnars og Fanneyjar

KA menn mæta Gróttu í Olís deildinni í handbolta í kvöld klukkan 19:30. Allur ágóði leiksins rennur til fjölskyldu Fanneyjar Eiríksdóttur og Ragnars Snæs Njálssonar. Þau greindu nýverið frá því að Fanney, sem þá var ófrísk af öðru barni þeirra hjóna, hefði verið greind með leghálskrabbamein.

Fjallað var um mál Fanneyjar og Ragnars í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að sonur Ragnars og Fanneyjar hafi fæðst nú í lok september hafi fengið nafnið Erik Fjólar og honum heilsist vel.

Eins og áður segir mun ágóði af leiknum renna til þeirra Fanneyjar og Ragnars en auk þess verða gulir KA bolir merktir átakinu til sölu.

Upplýsingar um leikinn má fina hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó