NTC

Ákærð fyrir að aka á dreng við Hörgárbraut á Akureyri

Ákærð fyrir að aka á dreng við Hörgárbraut á Akureyri

Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að hafa keyrt á fimm ára dreng á Hörgárbraut á Akureyri fyrr í vetur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurland eystra í dag en konan er ákærð fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Í ákærunni segir að konan hafi ekið bifreiðinni of hratt og án nægilegrar varúðar að merktri gangbraut. Í kjölfarið hafi hún ekið á drenginn sem var á leið yfir gangbrautina við Hörgárbraut. Drengurinn hlaut opið lærleggsbrot, brákaðist á mjaðmagrind og hlaut skrámur á höfði og útlimum.

Brot á 219. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um líkamsmeiðingar af gáleysi, geta varðað sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Farið er fram á að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttinda.

Sjá einnig: 

Íbúar í Holta- og Hlíðarhverfi ósáttir eftir enn eitt slysið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó